Somm Logo
Wine is on my mind

AFHENDING VÖRU 

Þegar neytandi verslar í vefverslun Somm er hægt að velja á milli þess að fá pöntunina heimsenda eða senda á valdar Pikkolóstöðvar.

Þegar valið er að fá vöruna heimsenda eða á næsta pósthús er sendingartími að jafnaði 1-3 virkir dagar. Sendingartími er mismunandi eftir því hvar neytandi býr og hvaða sendingarmáti er valinn.

Pósturinn keyrir út pantanir utan höfuðborgarsvæðisins. Utan höfuðborgarsvæðis er heimsending einungis í boði á þeim svæðum sem Pósturinn býður upp á. Nánari upplýsingar á postur.is.

Mögulegt er að fá pantanir afhentar með Pikkoló. Þangað má sækja pantanir á þeim tíma sem hentar neytanda best.

Hægt er að kynna sér þjónustu Pikkoló betur með því að smella hér.

Heimsending er einungis í boði innanlands.

Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum er ekkert heimsendingargjald á pöntunum. Annars er greitt samkvæmt gjaldi sem bætist við í greiðsluferli. 

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Kvittun jafngildir ekki afgreiðslu, við áskiljum okkur rétt til að bakfæra pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar. Þegar vara er farin af stað berst þér staðfesting þess eðlis. Ekki er boðið upp á rekjanlegar sendingar. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga.