Sybille hefur getið sér nafn sem framsækinn og framúrskarandi Riesling vinbóndi. Hún tók við fölskylduekru sinni í Lieser við Mosel ánna snemma á níunda áratugnum. Sybille ræktar nú 45 hektara af vínviði ásamt eiginmanni sínum, Markus Riedlin, eftir ströngum gildum lífrænnar ræktunnar en vínræktin hennar Sybille er viðurkennd lífræn, bíódýnamísk og vegan.
Sybille hefur getið sér nafn sem framsækinn og framúrskarandi Riesling vinbóndi. Hún tók við fölskylduekru sinni í Lieser við Mosel ánna snemma á níunda áratugnum. Sybille ræktar nú 45 hektara af vínviði ásamt eiginmanni sínum, Markus Riedlin, eftir ströngum gildum lífrænnar ræktunnar en vínræktin hennar Sybille er viðurkennd lífræn, bíódýnamísk og vegan.
Sybille Kuntz vínin hafa nútimalegt yfirbragð og endurspegla það besta sem ad Mosel Riesling hefur upp á að bjóða. Brekkurnar í Lieser eru háar og brattar sem gerir það að verkum að vínviðurinn fær mikla sól á daginn en kólnar hraðar á kvöldin. Einstakt landsvæðið og alúð Sybille fyrir víngerðinni skilar sé alla leið í flöskuna.
Á Somm færðu tvö frábært vín frá Sybille, annars vegar Qualtätswein trocken er med grænum miða sem táknar þroskaða græna ávexti. Qualitätswein er unnið úr þeim berjum sem tínd eru í fyrstu viku uppskeru hvers árs. Víngarðarnir eru í 30-50% halla með blönduðum jarðvegi úr flögubergi og smá kvars. Vínið er þurrt og með hátt sýrustig. Ferskir grænir ávextir, súraldin og apríkósur. Qualtätswein hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli. Virkilega aðgengilegt og skemmtilegt Mosel Riesling.
Hins vegar er það gulvínið Spätlese Trocken. Guli miðinn er skýrskotun í það að berin eru tínd þegar þau eru gul og fullkomlega þroskuð í 70% halla í brekkum Niederberg-Helden sunnan við Moselle ánna. Berin eru tínd undir lok uppskerutímabilsins, yfirleitt í lok október. Vínið er lífrænt 100% Riesling. Djúpur koparliturinn gefur til kynna að vínið er þroskað og þétt en á sama tíma létt og líflegt vín sem rennur mjúklega niður.
Það eru strákarnir í Baunir & Ber sem flytja inn vínin frá Sybille, þið getið séð fleiri frábær vín frá þeim hér: https://www.somm.is/baunir